Áhugi á öllu því sem maður tekur sér fyrir hendur

Verkfærakistan
Spekingahornið

Áhugi á öllu því sem maður tekur sér fyrir hendur

Birtist fyrir
10/11/2016
dögum síðan.
Birtist fyrir
10/11/2016
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Ragnheiður Ragnarsdóttir

Sundkona

Áhugi á öllu því sem maður tekur sér fyrir hendur

Það sagði mér enginn að ég þyrfti að æfa sund. Foreldrar mínir stóðu sig rosalega vel í því að styðja okkur systkinin í öllu sem við höfðum áhuga á. Ég man eftir að hafa komið heim eftir erfiða æfingu einu sinni og sagt í mikilli geðshræringu við foreldra mína að ég væri sko hætt í sundi. Ég hef verið um 13 ára. Þau tóku vel í það, enda mátti ég ráða því hvað ég var að æfa. Ég efast reyndar um að ég hefði komist upp með að segja að ég væri hætt í skóla á þessum tíma en í sundinu mátti ég hætta. Ég skellti hurðinni að herberginu mínu og læsti mig inni í hálftíma í vondu skapi. Ég kom svo fram og sagði þeim að ég væri búin að skipta um skoðun og ætlaði ekki að hætta. Ég hafði, og hef enn, brennandi áhuga á því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég hafði áhuga á sundi frá því að ég byrjaði að æfa, 6 ára gömul, og þrátt fyrir erfiða daga þar sem mér fannst ekki þess virði að halda áfram, þá tosaði áhuginn mig mjög fljótt aftur ofan í laugina í hvert skipti sem ég efaðist.

Ég hafði, og hef enn, brennandi áhuga á því sem ég tek mér fyrir hendur.

Ég geri það sem ég hef áhuga á að gera í lífinu. Ég hef alltaf unnið með sundinu og fann alltaf vinnu sem hentaði mér og mínum áhugamálum. Einhverra hluta vegna þá fór það alveg framhjá mér að maður þyrfti að gera nokkurn skapaðann hlut í lífinu sem maður ekki hefur áhuga á. Mér finnst of margir hafa það hugarfar, að það þurfi að gera eitthvað sem maður ekki hefur áhuga á.

Það var ekki alltaf auðvelt að vakna kl. 4.30 á morgnana og fara á morgunæfingu, það var heldur ekki alltaf gaman að fara í stærðfræðitíma kl. 8, beint eftir morgunæfingu, en áhugi á því að synda vel og fá góða menntun var alltaf til staðar.

Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ég brosi, af því að ég hef áhuga á því sem ég er að gera.

Enn þann dag í dag, geri ég aldrei neitt nema hafa áhuga á því og hafa gaman af. Ég brosi alltaf þegar ég stend við pallinn og er að fara að synda. Ég gerði það þegar ég var yngri og geri enn. Ég brosi líka í hvert skipti sem ég sting mér ofaní til þess að æfa. Ég brosi, af því að ég hef áhuga á því sem ég er að gera. Ef áhuginn væri ekki til staðar, þá væri ég að gera eitthvað allt annað.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA