„Hún mundi nafnið mitt!“

Verkfærakistan
Spekingahornið

„Hún mundi nafnið mitt!“

Birtist fyrir
14/11/2017
dögum síðan.
Birtist fyrir
14/11/2017
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Sabína Steinunn Halldórsdóttir

Verkefnastjóri UMFÍ - Íþróttafræðingur

sabina@umfi.is

„Hún mundi nafnið mitt!“

Ég heyrði litla stelpu segja við móðir sína fyrir skömmu „Hún mundi nafnið mitt“ og varð hugsað til ráðs sem eldri og reyndari þjálfari gaf mér fyrir löngu.  Gott ráð sem ég tileinkaði mér strax þegar ég byrjaði að þjálfa og kenna börnum.  Hann sagði að ef ég ætlaði að ná góðu sambandi við nýja iðkendur og nemendur strax í upphafi skólaárs, þá yrði ég að kappkosta það að muna nöfnin þeirra allra.

Nafn er eitt af sterkari persónueinkennum okkar og mótar sjálfsmynd okkar. Þú heyrir það langar leiðir ef einhver segir nafnið þitt. Þú bregst við.

Hlutverk þjálfara er að skapa barni bestu mögulegar aðstæður til að vaxa og dafna í starfi, líkamlega, andlega og félagslega. 

Á fyrstu æviárunum er sjálfsmyndin að mótast og barn að mótast sem einstaklingur og jafnvel sem þátttakandi í stærri hóp.

Börn eru mis fyrirferðamikil. Nöfn þeirra sem láta hæst og mest festast betur í minni kennara og þjálfara en hinna hlédrægari. Fyrir barn sem er að feta sín fyrstu skref á íþróttaæfingum getur það haft umtalsverð áhrif strax í upphafi að eftir því sé tekið og að þjálfarinn muni eftir því. Það eykur sjálfstraust barnsins og getur verið ástæða þess að það langi til að koma á fleiri æfingar.

Það styrkir sjálfsmynd barns að vera ávarpað með nafni og ýtir undir þá hugmynd af því finnist það vera hluti af heild. 

Í stórum hópum barna ættu þjálfara því að leggja metnað sinn í að læra nöfn allra iðkenda sinna strax í upphafi æfingatímabila á fyrstu vikum vetrarstarfs. Þjálfara ættu líka að kappkosta það að börnin þekki alla þjálfara sína með nafni.

Það er auðvelt að falla í þá gryfju að kalla þú þarna og þú í bláa bolnum eða annað sem einkennir barnið hverju sinni. Það að muna nöfn allra iðkenda er einnig gott verkfæri fyrir þjálfara til að halda uppi röð og reglu á æfingum.

Hvernig má muna nöfnin?

Beita má ýmsum aðferðum til að læra nöfn barna. Mér gengur sjálfri vel að muna nöfnin með þessum aðferðum:

+ Ég tek ljósmynd af barnahópnum. Síðan prenta ég myndina út og skrifa nöfn barnanna inn á hana.

+ Fara í nafnaleiki sem fá börnin til að segja hvað þau heita og læra nöfn annarra barna og þjálfara um leið.

+ Ég tengi nöfn barna við sérkenni í fari þeirra.

+ Ég nota nafn barnsins í samskiptum við það.

+ Ég tengi nafn barnsins við athafnir þess eða fataval.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA