Ég er karakter

Verkfærakistan
Spekingahornið

Birtist fyrir
16/1/2017
dögum síðan.
Birtist fyrir
16/1/2017
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir

Landsliðaskona í handknattleik

Ég er karakter

Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf átt auðvelt með íþróttaiðkun og var fljót að tileinka mér tækni í helstu íþróttum sem ég lagði fyrir mig. Hvort sem það var fótbolti eða handbolti sem ég æfði af kappi þá lenti ég aldrei í þannig aðstæðum að ég gæti ekki gert eitthvað eða næði ekki mínum markmiðum. Fram eftir öllum aldri var ég í landsliðsúrtökum í mínum aldursflokki og eldri og var nánast farin að taka því sem gefnum hlut. Það var ekki fyrr en að ég var ekki valin í unglingalandsliðið í handbolta þegar að ég var 15 ára að ég lenti á ákveðnum vegg. 

Hvað einkennir mig sem íþróttamann?

Nokkrar aðrar stelpur sem voru með mér í liði voru valdar og ég man eftir æfingunni þegar að þetta var tilkynnt eins og það hafi gerst í gær. Eftir æfinguna gekk ég heim og höfuðið á mér var bókstaflega að springa alla leiðina. Ég kom heim miklu seinna en venjulega og settist strax niður með mömmu og pabba og létti af mér. Við áttum mjög gott og langt spjall sem endaði með spurningu frá þeim: „Hvað ætlar þú að gera“? Auðvitað var það málið. Hvað ætla ÉG að gera til að komast í þetta lið og að ná mínum markmiðum hvort sem að það er í íþróttum eða í lífinu. Ég fór inn í herbergi, settist niður og fór að skrifa niður nokkur atriði sem að ég gæti gert til að komast í liðið.  Jú, ég gat æft betur, æft meira, styrkt mig og þar fram eftir götunum, en hvað er það sem skilur mig frá öðrum leikmönnum í kringum mig? Hvað er það sem ég get komið með inn í liðið sem gerir mig góðan kost fyrir liðsheildina fyrir utan hæfileika mína í handbolta? Hvað einkennir mig sem íþróttamann?

Ég gæti orðið karakterinn sem býr í liðinu

Ég hef óbilandi trú á liðinu mínu, endalausan sigurvilja, mikið sjálfstraust, er andlega sterk, er þrautseig og einnig hef ég óbeislaðan baráttuvilja sem ég næ oft að smita út í liðið. Þetta eru nokkur af þeim atriðum sem ég skrifaði niður og datt þá í hug að ef ég gæti gert þessi atriði að mínu „vörumerki“ þá gæti ég verið mikill kostur fyrir hvaða lið sem er og einnig hvaða þjálfara sem er. Ég gæti orðið karakterinn sem býr í liðinu ef svo mætti segja.

Anna Úrsúla, karakter og leiðtogi.

Loksins þegar að ég kom mér í rúmið var ég orðin sátt, ég vissi að það eina sem stæði í vegi fyrir mínum árangri væri ég sjálf. Ég æfði meira fyrir eða eftir æfingar en ég hafði áður gert og naut þess að „ala upp“ karakterinn í mér bæði á æfingum sem og í leikjum. Nokkrum mánuðum seinna var annað landsliðsverkefni hjá sama liði og ég var valin í þann hóp sem fór út til að spila í riðlakeppni Evrópumótsins. Ég náði árangrinum sem að ég hafði einsett mér. Kannski var það vegna þess að ég æfði meira og betur. Kannski vegna þess að ég stóð upp úr í baráttu inn á vellinum eða vegna fórnfýsi fyrir liðið. Hver veit. Allar götur síðan hef ég ekki tekið neinu sem gefnu. Einnig hef ég algjörlega staðið við mitt vörumerki inn á handboltavellinum og er nokkuð viss um að það hafi átt mikinn þátt í þeirri velgengni sem mér hefur hlotnast. Þessi atburður varð til þess að ég varð sá leikmaður sem að ég er í dag og varð til þess að ég er þekkt sem KARAKTER í liði sem og leiðtogi þess. Af því er ég mjög stolt.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA