Frá hvítu belti í svart

Verkfærakistan
Spekingahornið

Birtist fyrir
28/9/2016
dögum síðan.
Birtist fyrir
28/9/2016
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Helgi Rafn Guðmundsson

Frá hvítu belti í svart

Áhugahvöt og að viðhalda áhuga er mjög mikilvægur þáttur í öllum verkefnum sem þarfnast langs tíma; til dæmis í íþróttum. Það að ná árangri í íþróttum gerist ekki á einni nóttu. Það krefst ótal klukkustunda í æfingum, keppni og öðrum undirbúning. Þar spilar áhuginn á viðfangsefninu höfuðmáli. Þegar maður hefur áhuga á einhverju er mun líklegra að maður sinni því vel og af eigin frumkvæði. Í starfi mínu sem þjálfari þarf þetta að gerast svo til daglega. Æfingarnar eru meira hvetjandi þegar manni er hrósað eða finnur fyrir bætingu, þegar maður nær markmiði sínu eða fær að gera eitthvað spennandi. Ég þjálfa bardagaíþróttina taekwondo og í þeirri íþrótt er beltakerfi líkt og í mörgum asískum bardagaíþróttum. Að mínu mati það besta við vel hannað beltakerfi er þessi innifaldi áhugahvati: iðkendur vita hvað þeir þurfa að læra og þegar þeir hafa náð ákveðinni færni í því þá fá þeir nýtt belti. Í rauninni gæti þetta ekki verið einfaldara. Allir iðkendur byrja með hvítt belti og það er eftirsóknarvert að fá svart belti einn daginn. Þetta aldagamla hvatningarkerfi hefur margoft sýnt sig að það virkar til að halda fólki virku og er í raun bara góð og skipulögð markmiðasetning þar sem fólk getur séð verkefnin fyrir framan sig á einfaldan hátt. Þetta kerfi er það árangursríkt að fjöldi þjálfara í öðrum íþróttagreinum, t.d. körfubolta og sundi, og meira að segja framkvæmdastjórar í fyrirtækjum, hafa tekið upp “beltakerfi” fyrir sinn vettvang.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA