Hvað ef ?

Verkfærakistan
Spekingahornið

Birtist fyrir
7/3/2017
dögum síðan.
Birtist fyrir
7/3/2017
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Dr. Viðar Halldórsson

Lektor í félagsfræðum við Háskóla Íslands

vidar@melarsport.is

Hvað ef ?

Á nýlegri ráðstefnu um knattspyrnu, sem haldin var í Catholic University of Valencia á Spáni, kom fram að spænsku atvinnumannaliðin FC Barcelona, FC Valencia, FC Villareal og FC Levante, leggja öll meira upp úr því, í barna- og unglingaakademíum sínum, að hjálpa iðkendum að þroskast og verða besta útgáfan af sjálfum sér, frekar en að vinna fótboltaleiki. Félögin gera sér grein fyrir því að fæstir iðkendur verða afreksmenn og því telja þau mikilvægt að huga að jákvæðri uppbyggingu iðkenda sem miðar að því að hjálpa iðkendum að eflast á sál og líkama. Að þróa manneskjuna frekar en leikmanninn (Develop the person, not the player) voru til að mynda einkunnarorð talsmanna FC Villareal akademíunnar.

Að þróa manneskjuna frekar en leikmanninn

Félögin vinna að þessari hugmyndafræði meðal annars með því að örva iðkendur til að hugsa um það sem gerist á vellinum og velta fyrir sér ólíkum aðgerðum og afleiðingum mismunandi aðgerða. Þjálfarar þeirra þjálfa með því að eiga samræður við iðkendur; spyrja þá spurninga frekar en að segja þeim statt og stöðugt hvað þeir eiga að gera hverju sinni.

Dæmi:

14 ára markmaður fær á sig mark á nærstöng frá leikmanni sem var í þröngri stöðu við endalínu. Þjálfari (sem stendur fyrir aftan markið) spyr markvörðinn strax eftir markið: “Ok, hvað gerist þarna?”

· Markvörður: “Þeir skoruðu”

· Þjálfari: “Af hverju skoruðu þeir?”

· Markvörður: “Ég hélt að hann myndi gefa út í teiginn og þar væru leikmenn sem gætu auðveldlega skorað...og leikmaðurinn náði því að skora á nærstöngina”

· Þjálfari: “Hvað hefði gerst ef þú hefðir staðið við nærstöngina og lokað nærhorninu?”

· Markvörður: “Hann hefði ekki skorað þar”

· Þjálfari: “Og hvað hefði þá getað gerst?”

· Markvörður: “Annað hvort hefði ég varið eða hann hefði gefið boltann út í teiginn”

· Þjálfari: “Og hvað hefði þá getað gerst?”

· Markvörður: “Einhver leikmaður hefði getað skorað...eða einhver varnarmaður hefði getað komist fyrir sendinguna...eða sendingin hefði getað misheppnast...eða sóknarmaðurinn hefði ekki hitt markið...eða einhver hefði bjargað á línu...”

· Þjálfari: “Já, þá hefðu verið mörg ef”

· Markvörður: “Já”

 

að eflast með reynslu

Þjálfarar geta eflt sjálfsstæði og ábyrgðarkennd iðkenda (sem og þjálfað leikskilning) með því að hjálpa iðkendum að greina aðgerðir og leikstöður og leysa úr eigin reynslu á eigin forsendum. Það að þjálfarar FC Villareal eigi slíkar samræður við iðkendur í miðjum leik endurspeglar þá hugmyndafræði að það skiptir ekki öllu máli að vinna leikinn, í leikjum barna og ungmenna, heldur skiptir mestu að hjálpa iðkendum að læra af reynslu og eflast með reynslu. Það gera iðkendur með því að greina og leysa úr verkefnum frekar en bara að sitja og standa eins og þjálfarinn segir. Þannig þjálfum við upp góðan karakter.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA