Leiðtogar virkja góða liðsmanninn

Verkfærakistan
Spekingahornið

Leiðtogar virkja góða liðsmanninn

Birtist fyrir
30/3/2017
dögum síðan.
Birtist fyrir
30/3/2017
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Hreiðar Haraldsson

Íþróttasálfræðiráðgjafi

hreidarh@gmail.com

Leiðtogar virkja góða liðsmanninn

Góðir liðsmenn gera allt sem þeir geta til að liðsfélagar þeirra spili sem best. 

Góðir liðsmenn gera allt sem þeir geta til að liðsfélagar þeirra spili sem best. Góðir liðsmenn leggja sig fram um að skapa gott vinnuumhverfi á æfingum og í keppnum. Góðir liðsmenn þekkja liðsfélaga sína, láta þá sig varða og sjá til þess að þeim líði vel. 

Góðir liðsmenn setja hagsmuni liðsins framar eigin hagsmunum vegna þess að þeir vita að þeir eru liðið og liðið er allur hópurinn.               

Leiðtogar virkja góða liðsmanninn í liðsfélögum sínum. Leiðtogar láta sér ekki nægja að gera allt sem þeir geta til að liðsfélagar þeirra spili sem best heldur sjá þeir til þess að næsti maður hugsi þannig líka. 

Leiðtogar fá liðsmenn til að skapa gott vinnuumhverfi á æfingum og í keppnum. 

Leiðtogar sjá til þess að innan liðsins myndist samheldni þar sem liðsmenn þekki hvern annan og láti sig hvern annan varða. Leiðtogar fá liðsmenn til að setja hagsmuni liðsins framar eigin hagsmunum og smita þeim hugsunarhætti til liðsfélaga sinna að einstaklingarnir séu liðið og liðið séu einstaklingarnir.

En hvernig fléttum við leiðtogaþjálfun við æfinguna?

DÆMI:

það er hægt að ræða við iðkendur í upphafi æfinga eða niðurlagi um leiðtoga. Hverjar eru þeirra fyrirmyndir sem leiðtogar? Hvaða hegðun er það sem einkennir þessa leiðtoga og hvað telja þau sig geta æft á æfingum eða í skólanum? Hver geta verið ólík hlutverk mismunandi leiðtoga í sama hópnum? Hvaða þætti sem þau höfðu komið auga á ætla þau að vanda sig við á æfingunni í dag, t.d. að hrósa liðsfélaga, taka af skarið, skapa tækifæri fyrir aðra.

Gríptu tækifærið þegar þú sérð iðkenda sýna leiðtogahegðun og hrósaðu.

Gefðu iðkendum tækifæri til að vera leiðtogar en ekki bara þögulir móttakendur skipana. Leyfðu iðkendum að hafa sitt að segja um hvernig hlutir eru gerðir á æfingum.

Hvernig leiðtogi vilt þú vera?

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA