Félagsandinn mikilvægur hjá 4. flokki kvenna hjá Val

Verkfærakistan
Spekingahornið

4. flokkur kvenna hjá Val á tímum Kórónaveirunnar

Birtist fyrir
22/5/2020
dögum síðan.
Birtist fyrir
22/5/2020
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Soffía Ámundadóttir

Þjálfari hjá Val

Félagsandinn mikilvægur hjá 4. flokki kvenna hjá Val

Fjórði flokkur kvenna í knattspyrnu hjá Val telur 40 stelpur og þjálfari þeirra er Soffía Ámundadóttir en hún er mjög reynslumikill þjálfari. Hún var tilbúin til að leyfa okkur hjá Sýnum karakter að heyra hvernig flokkurinn ætlar að vinna úr þeirri stöðu sem upp kom vegna samkomubannsins.

Æfingunum er ekki síður ætlað að þétta hópinn, bæta félagsleg tengsl og skapa minningar

„Þegar hópurinn kom aftur saman eftir samkomubannið, þann 4. maí sl., setti ég inn eina auka æfingu í hverri viku, til að bæta þeim upp æfingarnar sem féllu niður í samkomubanninu. Í venjulegri viku eru æfingarnar fjórar, en nú hefur fimmtu æfingunni verið bætt við, svokallaðri Covid auka æfingu. Ákveðið hefur verið að aukaæfingarnar verða alls 20 í sumar og mjög fjölbreyttar. Stundum er þeim ætlað að bæta líkamlega þáttinn, en þeim er ekki síður ætlað að þétta hópinn, bæta félagsleg tengsl og skapa minningar. Nú þegar hafa tvær Covid æfingar farið fram. Á fyrstu æfingunni fór flokkurinn á hlaupaæfingu í Öskjuhlíð og á þeirri næstu var hjólað í Elliðaárdalinn og farið að vaða í ánni. Mikið er tekið af myndum og mikið hlegið. Á þriðju Covid æfingunni verður gengið á Úlfarsfell og á þeirri fjórðu verður farið í sund. Stelpurnar eru mjög áhugasamar og voru duglegar að gera heimaæfingar á meðan á samkomubanninu stóð.“

Soffía segist allan sinn þjálfaraferil hafa lagt mikla áherslu á félagslega þáttinn, að flokkurinn gerði eitthvað saman annað en að spila fótbolta. Hún sagði að við það verði hópurinn betri, þær vinni betur saman og allt verði miklu skemmtilegra þegar allir þekkjast vel. Í sumar ætlar flokkurinn að nýta tímann vel saman því þær fundu það þegar æfingar féllu niður vegna Kórónuveirunnar að þær söknuðu samverunnar og þess að spila saman fótbolta.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA