Þjálfarar eiga að vera fyrirmyndir

Verkfærakistan
Spekingahornið

Þjálfarar eiga að vera fyrirmyndir

Birtist fyrir
22/2/2017
dögum síðan.
Birtist fyrir
22/2/2017
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Benedikt Bragi Sigurðsson

Sálfræðingur hjá Sálstofunni.

benedikt@salstofan.is

Þjálfarar eiga að vera fyrirmyndir

Félagsfærni er ekki meðfædd heldur áunnin. Börnin læra af fyrirmyndum sínum, þjálfurunum sem gegna mikilvægu hlutverki í þróun góðrar félagsfærni. Börn sem búa yfir góðri félagsfærni eru sjálfsöruggari en önnur.

Félagsfærni má skilgreina sem hæfileika til að lynda við aðra, lesa í mismunandi aðstæður og búa til og viðhalda heilbrigðum samböndum. Félagsfærni er afar mikilvægur þáttur í daglegu lífi. Þáttur sem stuðlar að góðum samskiptum innan fjölskyldna og meðal vina. Félagsfærni nýtist börnum og unglingum í íþróttum og tómstundum sem fela í sér samvinnu margra. Félagsfærni nýtist okkur alla ævi, Þessi færni eykur líkurnar á því að við náum árangri og að okkur líði vel. Félagsfærni getur verið verndandi gegn þunglyndi og kvíða.

Börn taka eftir því hvernig þjálfarar haga sér

Félagsfærni er ekki meðfædd. Hún lærist með tilsögn en ekki síður með áhorfi og þátttöku. Þjálfarar gegna mikilvægu hlutverki í þróun góðrar félagsfærni með því að vera góðar fyrirmyndir. Dæmi um það er að líta á mistök sem eðlilegan þátt æfinga og að hvetja áfram með jákvæðum orðum, sýna kurteisi, halda jafnaðargeði, vera skilningsríkir, hafa hlýtt viðmót, með því að hlusta vel á það sem aðrir segja og svo má lengi telja. Börn taka eftir því hvernig þjálfarar haga sér og tileinka sér það sem þau sjá. 

Í öðru lagi hafa þjálfarar áhrif á félagsfærni með því að leiðbeina, koma auga á góða félagsfærni og hvetja sérstaklega til hennar, svo sem þegar þeir sjá hjálpsemi, vináttu, hvatningu, samstöðu og annað í þeim dúr.

Börn ná betri árangri í íþróttum með góða félagsfærni í farteskinu af því að þeim líður betur. Þau eru sjálfsöruggari en börn sem ekki búa yfir félagsfærni og kunna að umgangast hvert annað af virðingu og vinsemd. Þannig næst betri árangur en þegar þau eru hrædd, reið, döpur og eyða tímanum í að rífast og níða hvert annað. 

Verum börnunum góð fyrirmynd.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA