Skrefin að markmiðinu

Verkfærakistan
Spekingahornið

Birtist fyrir
4/11/2016
dögum síðan.
Birtist fyrir
4/11/2016
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Jakob Jóhann Sveinsson

Sundmaður

Skrefin að markmiðinu

Markmiðasetning er mikilvæg. Þó er ekki nóg að hafa bara markmið ef skrefin eru ekki tekin til að ná markmiðunum.

Þegar ég var unglingur hitti ég sálfræðing/markþjálfara í Bandaríkjunum sem kenndi mér markmiðasetningu á nýjan hátt. Þannig var að ég hafði alltaf sett mér markmið en sálfræðingurinn spurði mig hvernig ég færi að því að ná markmiðunum mínum. Ég svaraði því þannig að ég mætti einfaldlega á hverja æfingu og æfði eins vel og ég gæti. Hann sagði mér að það væri ekki nóg og að til að ná markmiðum mínum þyrfti ég að skrifa niður bæði markmiðin og skrefin sem ég þyrfti að taka til að ná markmiðunum. Einnig átti ég að skrifa markmiðin á litla miða og setja hér og þar um herbergið mitt. Ég talaði því við þjálfara minn og við skrifuðum niður markmiðin mín og skrefin sem ég þyrfti að taka til að ná markmiðunum á því ári.  Við skrifuðum svo báðir undir markmiðin og ég hengdi upp við rúmið mitt. Einnig skrifaði ég stóru markmiðin á lítil blöð og dreifði um herbergið. Vinum mínum fannst þetta dálítið fyndið á tímabili, að sjá einhver sundmarkmið á blöðum í hillum og undir lömpum. 

markmið eru mikilvæg þrátt fyrir að þau gangi ekki alltaf upp, en maður kemst nær því að ná markmiðum sínum ef tekin eru skref til að ná markmiðunum.

Auðvitað gengu ekki öll markmiðin eftir en það skemmtilega var að í lok ársins keppti ég á sundmóti og náði að synda á nákvæmlega sama tíma og ég og þjálfari minn höfðum sett okkur markmið um í byrjun ársins og ég hafði skrifað á litlu miðana og stóru blöðin og dreift um herbergið. Þetta sýndi mér að markmið eru mikilvæg þrátt fyrir að þau gangi ekki alltaf upp, en maður kemst nær því að ná markmiðum sínum ef tekin eru skref til að ná markmiðunum.

Jakob Jóhann Sveinsson

Þó ég sé hættur í íþróttum, þá nota ég ennþá markmiðasetningu og sett mér markmið fyrir hvert ár og skrifa niður hvaða skref ég þarf að taka til að ná markmiðunum. Markmiðasetning hjálpar því ekki bara í íþróttum heldur einnig í lífinu öllu.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA