Hvaða andlegu eiginleikum þarftu að búa yfir?

Verkfærakistan
Spekingahornið

Hvaða andlegu eiginleikum þarftu að búa yfir?

Birtist fyrir
30/9/2016
dögum síðan.
Birtist fyrir
30/9/2016
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Knattspyrnuþjálfari í Noregi, íþróttafræðingur með meistaragráðu í íþróttasálfræði

Hvaða andlegu eiginleikum þarftu að búa yfir?

Í Noregi, þar sem ég er að þjálfa í dag, eru um 375.000 leikmenn sem æfa fótbolta.  Aðeins 0.1% þeirra leika sem atvinnumenn í efstu deild (Tippaligaen). Ef þú ætlar að verða góður í fótbolta í Noregi og spila í efstu deild, þá þarftu í raun að verða betri en 99,9% þeirra sem æfa íþróttina. Til þess að ná svona langt þarftu að vera í mjög góðu formi, hafa styrk, hraða, þol, góða tækni, góðar sendingar o.s.frv..  En það eru líkamlegir eiginleikar.  Hvaða andlegu eiginleikum þarftu að búa yfir? 

Ef þú ætlar að verða góður í fótbolta í Noregi og spila í efstu deild, þá þarftu í raun að verða betri en 99,9% þeirra sem æfa íþróttina. 

Þú þarft að geta spilað vel fyrir framan 20.000 áhorfendur sem eru allir öskrandi á móti þér og púa á þig í hvert skipti sem þú færð boltann. 

Þú þarft að geta þolað það ef að þjálfarinn velur þig ekki í byrjunarliðið, jafnvel í marga mánuði. Samt er fótbolti það sem þú ert bestur í í lífinu.

Þú þarft að geta höndlað það að meiðast og geta þar af leiðandi ekki æft fótbolta, né verið í þínu besta formi í marga mánuði.

Ef þú áttir slæman dag í keppni getið þið fjölskyldan þín og vinir lesið um hvað þú varst hrikalega lélegur.  Þú sérð það líka þegar þú kveikir á sjónvarpinu. Það er hluti af starfi þínu sem atvinnumaður í fótbolta. 

Þú þarft að hafa ofboðslega mikla trú á sjálfum þér, jafnvel þegar enginn annar hefur það. 

Þú þarft að þola það að það sé keyptur leikmaður í þína leikstöðu.  Það getur gerst hvenær sem er og þú getur bókað að það gerist ef þú stendur þig ekki nógu vel.

Þú þarft að þola það að mæta á æfingu á hverjum degi þar sem það er alltaf einhver annar að keppast um að taka stöðuna þína. 

Ef þú ætlar að ekki leggja þig 100% fram á æfingu færðu að heyra það frá liðsfélögum þínum og þjálfurunum.  Það er einfaldlega ekki í boði. 

Þú þarft fjölbreytt og stórt vopnabúr af andlegum eiginleikum til að verða atvinnumaður í fótbolta.

Þú þarft að hafa ofboðslega mikla trú á sjálfum þér, jafnvel þegar enginn annar hefur það. 

Flestir einbeita sér að líkamlegum, tæknilegum eða taktískum æfingum og eru sérfræðingar á því sviði.  Hvar getur maður þá búið sér til vopnabúr af svona andlegum eiginleikum?  Það hefur vantað vettvang þar sem leikmenn og þjálfarar geta náð sér í þekkingu.  Vonandi er sá vettvangur loksins kominn.  Mundu að þú þarft að vinna í því að styrkja andlegu eiginleikana þína rétt eins og þá líkamlegu. Í grunninn er það æfingin sem skapar meistarann í þessu eins og öðru.  

Ég óska íslensku íþróttafólki og þjálfurum innilega til hamingju með þetta flotta framtak sem mun vonandi styðja við það öfluga hugarfar sem hefur einkennt íslenskt íþróttafólk hingað til.  Við getum alltaf gert ennþá betur. 

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA