Svona á að búa til liðsheild og styrkja áhugahvöt barna í íþróttum

Verkfærakistan
Spekingahornið

Svona á að búa til liðsheild og styrkja áhugahvöt barna

Birtist fyrir
19/11/2018
dögum síðan.
Birtist fyrir
19/11/2018
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Karl Ágúst Hannibalsson

Körfuknattleiksþjálfari FSu á Selfossi

kallikrulla@gmail.com

Svona á að búa til liðsheild og styrkja áhugahvöt barna í íþróttum

Karl Ágúst Hannibalsson, þjálfari í körfubolta hjá FSu, hélt erindi á ráðstefnu Sýnum karakter 2. nóvember 2018. Í erindi sínu fjallaði hann um það hvernig lið stefnir í sömu átt.

Karl Ágúst Hannibalsson, þjálfari í körfubolta hjá FSu, hélt erindi á ráðstefnu Sýnum karakter 2. nóvember 2018. Í erindi sínu fjallaði hann um það hvernig lið stefnir í sömu átt.Karl Ágúst ræddi um aðferðir og leiðir sem hann notar til að búa til liðsheild og byggja upp áhugahvöt, sérstaklega hjá börnum.

Hann sagði: 

„Fyrir nokkrum árum fór ég að horfa á þjálfunina ujpp á nýtt og það hvernig hægt er að búa til jákvætt umhverfi fyrir börnin svo fleiri geti notið sín. Um svipað leyti fór ég að taka við allra yngstu krökkunum. Ég var búinn að pæla í því á undan að fara í andlegu þættina og blanda þeim inn í þjálfunina.“

„Það er mikilvægt að þetta komi frá kökkunum svo þau verði tilbúin til að tileinka sér þetta“

Karli fannst seint að byrja að nota aðferðirnar á iðkendum á unglingsaldri og ákvað því að gera það við sex ára iðkendur hjá FSu. Hann segir jafnframt geta verið mjög flókið að búa til liðsheild því mismunandi ástæður geta verið fyrir því að iðkendur æfa körfubolta. Sumir gera það af því að þeim finnst gaman í körfubolta en aðrir fylgja í fótspor bestu vina sinna.

Karl lýsti aðferðum sínum á þann veg að hann byrjar á haustin að setjast niður með krökkunum og ræða við þau um það hvernig þau vilja verða.

„Það er mikilvægt að þetta komi frá kökkunum svo þau verði tilbúin til að tileinka sér þetta,“ sagði hann.

Karl Ágúst sagði aðferðirnar skila því að iðkendur hans eru ánægðir og betri hvert við annað: „Þau eru tillitssamari, standa saman og halda gildunum í hávegum. Mér þótti mjög gaman á minniboltamóti í lok síðasta vetrar þar sem krakkarnir voru búnir að vinna með þetta. Þá voru sex ára strákar spurðir að því hvernig þeim gekk á mótinu. Í stað þess að svara „Við unnum alla leikina“ sögðu þeir: Vel, við sýndum vináttu og samvinnu.

„Þá fékkmaður pínu gleði í hjartað,“ sagði Karl Ágúst.

Fleiri fyrirlestrar

Aðra fyrirlestra frá ráðstefnu Sýnum karakter 2. nóvember má sjá á myndasafni Sýnum karakter.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA