Karakterar trúa á sjálfan sig

Verkfærakistan
Spekingahornið

Karakterar trúa á sjálfan sig

Birtist fyrir
31/10/2016
dögum síðan.
Birtist fyrir
31/10/2016
dögum síðan.
0
mínútna lestur.

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir

Lektor og sviðsstjóri íþróttasviðs HR

hafrunkr@ru.is

Karakterar trúa á sjálfan sig

„Getum við takmarkað heppnina?“ Dr. Hafrún Kristjánsdóttir spurði þessarar spurningar á ráðstefnunni Sýnum karakter. Hafrún var 11-12 ára þegar hún hóf að æfa handbolta með Val. Hún bjó þá í Breiðholti og þekkti fáa aðra en vinkonu sína sem hún fór að æfa með.

„Getum við takmarkað heppnina?“

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir spurði þessarar spurningar á ráðstefnunni Sýnum karakter. Hafrún var 11-12 ára þegar hún hóf að æfa handbolta með Val. Hún bjó þá í Breiðholti og þekkti fáa aðra en vinkonu sína sem hún fór að æfa með.

Hafrún segir þjálfarana hjá Val á þessum tíma hafa skipt sköpum fyrir sig. Þeir hafi lagt mikið upp úr félagsfærni iðkenda og því að byggja upp góða einstaklinga í stað þess að einblína á handboltaliðið. Geta liðsins hafi komið af sjálfu sér þegar búið var að byggja liðsmennina upp.

En hvað eru góðir karakterar? 

Hafrún segir þjálfarana hafa á sínum tíma haft meiri áhrif á sig en kennara í grunnskóla enda hafi þeir kennt sitthvað sem hafi jákvæð áhrif á hverjum degi.

Hafrún svaraði því sjálf hvort hægt sé að draga úr heppni. Lykilatriðið sé að þjálfunin sé markviss og hún fléttuð inn í aðra þjálfun. En hvað eru góðir karakterar?

Hafrún svarar: 

„Karakterar eru þeir sem koma sterkir til baka eftir mistök, takast á við pressu og þrauka í mótlæti. Karakterar trúa á sjálfa sig og hafa óbilandi trú á að þeir ráði sínum eigin örlögum. Slíkt viðhorf er tiltölulega óháð keppnisaðstæðum eða mótlæti. Karakterar eru áhugasamir og jákvæðir. Þeir eiga auðvelt með að einbeita sér þegar það skiptir máli. Þeir eru öflugir leiðtogar og góðir liðsfélagar.“

Hægt er að hlusta á og sjá erindi Hafrúnar hér að ofan.

Svipað efni

SJÁ ALLA FLOKKA